Þýska lögreglan á í vandræðum með að hlera símtöl grunaðra glæpa- og hryðjuverkamanna um Skype og aðrar netsímaþjónustur vegna öflugrar dulkóðunar. Lögreglyfirvöld hafa hlerað símtöl allt frá því að síminn var fundinn upp, en eftir sem tæknin breytist verður æ erfiðara að stunda þær.
Joerg Ziercke, yfirmaður þýsku alrikislögreglunnar viðurkenndi þetta á blaðamannafundi á árlegri ráðstefnu öryggis- og löggæsluyfirvalda í landinu.
,,Við getum ekki ráðið dulkóðunina. Þess vegna er nú rætt um að hlera þar sem samtölin eiga upptök sín, þ.e. áður en samskiptin eru dulkóðuð."
Símtöl um netið eru ekki einungis dulkóðuð með þar til gerðum lyklum heldur eru þau einnig send í litlum bútum um netið sem fara um þúsundir beina áður en þau komast á áfangastað, í stað þess að vera stöðugur straumur upplýsinga líkt og í hefðbundnum símkerfum, þetta gerir lögreglu enn erfiðara fyrir.
Ziercke tók þó fram á fundinum að ekki stæði til að biðja Skype um dulkóðunarlykla eða að skilja eftir opnar ,,bakdyr"