Rannsókn: Karlar eru málgefnari en konur

Sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar at­hug­un­ar á 149 rann­sókn­um á mörg þúsund manns á sú klisja, að kon­ur séu mál­gefn­ara kynið, ekki við rök að styðjast. Þvert á móti tala karl­ar að meðaltali lítið eitt meira en kon­ur, seg­ir höf­und­ur at­hug­un­ar­inn­ar.

Nýju niður­stöðurn­ar eru birt­ar í nóv­em­ber­hefti vís­inda­tíma­rits­ins Per­sona­lity and Social Psychology Review. En höf­und­ur­inn, Camp­bell Lea­per, sál­fræðipró­fess­or við Uni­versity of Cali­fornia, Santa Cruz, seg­ir að í raun­inni sé mun­ur­inn á mál­gefni kynj­anna svo sára­lít­ill að ekki sé rétt að tala um að annað sé mál­gefn­ara en hitt.

Mun­ur­inn á kynj­un­um hvað þetta varðar kem­ur þó í ljós á þann hátt, að þau eru mis­jafn­lega mál­gef­in eft­ir aðstæðum:

Karl­ar hafa al­mennt frem­ur til­hneig­ingu til „staðhæf­inga,“ eins og vís­inda­menn orða það, þ.á. m. að gefa fyr­ir­mæli, láta í ljósi skoðun eða and­mæla ein­hverj­um. Kon­ur eru aft­ur á móti al­mennt hneigðari til „tengsla­tals,“ þ.á m. að veita ein­hverj­um stuðning, taka kveðju og lýsa samþykki.

Lea­per tel­ur að mun­ur­inn á orðræðu kynj­anna eigi ræt­ur í fé­lags­mót­un, en ekki meðfædd­um eig­in­leik­um.

At­hug­un hans náði til rann­sókna er gerðar voru á ár­un­um 1960 til 2005, og seg­ir hann að í ljós hafi komið að kynja­bund­inn mun­ur á orðræðu hafi minnkað með ár­un­um. Einkum sé það eft­ir­tekt­ar­vert í „tengsla­tali,“ þar sem karl­ar séu að saxa á for­skot kvenna.

„Það er að verða talið gott og gilt að karl­ar tjái sig meira,“ sagði Lea­per.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert