Vetnisstöðin við Vesturlandsveg, sem var opnuð almenningi í fyrsta sinn í gær, hefur hún vakið athygli erlendra fjölmiðla, en Reuters-fréttastofan gerði m.a. úttekt um málið í dag sem sjá má með þessari frétt.
Stöðin hefur fram að þessu hefur eingöngu verið notuð fyrir vetnisstrætisvagna.
Greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að tíu nýir vetnisfólksbílar af gerðinni
Toyota Prius voru um leið afhentir þremur fyrirtækjum; Landsvirkjun keypti tvo
bíla, Orkuveita Reykjavíkur keypti fjóra bíla og bílaleigan Hertz þrjá.
Bílarnir eru smíðaðir af Toyota en breytt í vetnistvinnbíla af fyrirtækinu
Quantum í Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Þátttaka Hertz eru sérstök nýmæli því þetta er í fyrsta skipti sem
almenningi gefst kostur á að leigja og nota vetnisbíl, að því er segir í tilkynningu
frá Vistorku og Íslenskri nýorku.
Opnun vetnisstöðvarinnar var fyrsta skrefið sem tekið er í nýju
vistverkefni (Smart H2) á vegum Vistorku og Nýorku en markmið
verkefnisins er að koma 25-40 vetnisbílum í umferð hér á landi fyrir árslok
2009.