Apar skáka mönnum í minnisþraut

Einn apanna sést hér leysa þraut japönsku vísindamannanna.
Einn apanna sést hér leysa þraut japönsku vísindamannanna. AP

Simp­ans­ar eru með óvenju gott ljós­mynda­minni sem er mun betra en ljós­mynda­minni mann­fólks. Þetta kem­ur fram í nýrri vís­inda­rann­sókn.

Ung­ir simp­ans­ar stóðu sig mun bet­ur en há­skóla­nem­ar í minn­is­prófi sem jap­ansk­ir vís­inda­menn bjuggu til. Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Ap­arn­ir og menn­irn­ir áttu að leggja á minnið töl­ur og hvar þær voru staðsett­ar á sjón­varps­skjá. Svo áttu þeir að raða þeim upp á rétt­an hátt.

Niðurstaðan, sem er birt í vís­inda­rit­inu Cur­rent Bi­ology, þykir sýna fram á að menn­irn­ir hafi mögu­lega van­metið gáfnafar simp­ans­anna. Þeir eru ná­skyld­ir ætt­ingj­ar manns­ins.

Hingað til hef­ur ávallt verið talið að minni, og í raun aðrir and­leg­ir hæfi­leik­ar, simp­ansa væri ekki eins gott og minni mann­skepn­unn­ar.

„Það eru enn marg­ir, t.d. líf­fræðing­ar, sem halda því fram að menn séu æðri simpöns­um á öll­um vits­muna­sviðum,“ sagði vís­indamaður­inn Tetsuro Matsuzawa, hjá há­skól­an­um í Kýótó, en hann fór fyr­ir rann­sókn­inni.

„Eng­um datt í hug að simp­ans­ar - ung­ir simp­ans­ar sem eru fimm ára - myndu standa sig bet­ur í minn­is­færni en menn. Hér sýn­um við fram á í fyrsta sinn að ung­ir simp­ans­ar eiga óvenju gott með að muna töl­ur. Þeir stóðu sig bet­ur en full­orðið fólk sem voru prófuð með sama tæk­inu og með sömu aðferð,“ sagði vís­indamaður­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert