Netnotkun hvergi í Evrópu eins útbreidd og hér

Netnotkun er hvergi í Evrópu jafn útbreidd og hér.
Netnotkun er hvergi í Evrópu jafn útbreidd og hér. mbl.is/Júlíus

Hvergi á Evr­ópska efna­hags­svæðinu er netið hlut­falls­lega jafn út­breitt og á Íslandi og hér á landi er einnig hæsta hlut­fall þeirra ein­stak­linga, sem nota netið en hér hafa t.d. 86% lands­manna notað leit­ar­vél á net­inu. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Þá kem­ur fram, að 83% heim­ila á Íslandi eru með netteng­ingu og er það hlut­fall einnig það hæsta í Evr­ópu. Lægst er hlut­fallið í Búlgaríu, 19%. Í Svíþjóð er hlut­fallið 79%, í Dan­mörku 78%. Hér á landi hafa 76% heim­ila aðgang að breiðbandi og það er einnig hæsta hlut­fallið í Evr­ópu.

Til­kynn­ing Eurostat

Íslensk­ar töl­ur um net­notk­un

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert