Hunang gefst vel gegn hósta hjá börnum

Teskeið af hunangi fyrir háttinn virðist draga úr hósta hjá börnum og auðvelda þeim að sofa betur, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem byggðist á upplýsingum frá foreldrum um einkenni hjá börnunum.

Borin voru saman áhrif hunangs, hóstalyfja og engrar meðhöndlunar, og kom hunangið best út. Segja höfundar rannsóknarinnar að líklega hafi hunangið áhrif með því að húða hálsinn og draga úr ertingu í honum.

Aðalhöfundur rannsóknarinnar, Ian Paul, við læknadeild Pennsylvania State University, sagði: „Það verða áreiðanlega margir sem segja þetta ekki koma á óvart, og að amma hafi vitað hvað hún söng.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert