Ísland undir meðaltali

Í stærðfræðitíma í Hakunila-skólanum í Vantaa í Finnlandi í gær.
Í stærðfræðitíma í Hakunila-skólanum í Vantaa í Finnlandi í gær. Reuters

Finnsk börn eru best í náttúrufræði samkvæmt niðurstöðum PISA-könnunarinnar, en íslensk börn eru undir meðaltali OECD-ríkjanna í vísindagreinum og hefur frammistöðu þeirra hrakað lítillega síðan síðasta könnun var gerð fyrir þremur árum.

PISA-könnunin var gerð í 57 ríkjum og náði til 400.000 15 ára barna. Metin var þekking þeirra á þáttum á borð við að bera kennsl á vísindaleg viðfangsefni, nota vísindaleg rök og gögn og þeking þeirra á vísindalegri aðferðafræði.

Börn í Finnlandi komu að meðaltali best út, en meðaltal frammistöðu þeirra í könnuninni var 563 stig, en meðaltal OECD-ríkjanna er 500 stig. Útkoma íslenskra barna var 491 stig.

Næst best var útkoma barna í Hong Kong, þá barna í Kanada, Taipei og Eistlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert