Risaeðla grafin upp á Svalbarða

Risaeðlubeinagrindur vekja mikla athygli.
Risaeðlubeinagrindur vekja mikla athygli. mbl.is

Fornleifafræðingar Háskólans í  Osló hafa grafið upp aðra risaeðlu á Svalbarða, aðeins nokkra kílómetra frá stað þar sem steingerð beinagrind 12 metra langrar risaeðlu fannst í fyrrasumar.

Á vef norska blaðsins Aftenposten kemur fram að risaeðlusteingervingur hafi fundist undir Knorringfjalli á Svalbarða.  

 Fornleifafræðingurinn Jörn H. Hurum hjá Háskólanum í  Osló, telur að báðar eðlurnar sem fundist hafa tilheyri tegund sem ekki hefur áður verið þekkt.  Beinagrindin sem nú hefur verið grafin upp er í kringum 3 metrar á lengd og hefur svipaða beinabyggingu og beinagrindin sem fannst í fyrra. Hún er talin vera af stærsta rándýri, sem nokkru sinni hefur fundist. 

Hurum segir að þessi nýi beinafundur sé afar mikilvægur. Fram kemur í máli hans að lækkandi hitastig muni auðvelda uppgröftinn. 

 

Í febrúar/mars má vænta þess að risaeðlan verði sýnd, og hafa tveir nemendur fengið það verkefni að setja beinin saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert