Sjálfstillandi gítar

Gítarleikarinn Ichiro Tanaka grípur í sjálfstillandi gítarinn í Tókýó í …
Gítarleikarinn Ichiro Tanaka grípur í sjálfstillandi gítarinn í Tókýó í dag. AP

List­rænt frelsi tón­list­ar­manna hef­ur nú auk­ist enn, því að þeir þurfa ekki leng­ur að hafa fyr­ir því að stilla gít­ar­inn sinn. Nýi Les Paul-gít­ar­inn frá Gi­b­son get­ur nefni­lega stillt sig sjálf­ur.

Vél­menni sem þýska fyr­ir­tækið Tronical hannaði í sam­a­starfi við Gi­b­son í Nashville og er sett á gít­ar­inn still­ir hann á um tveim sek­únd­um. Tronical hef­ur boðið þessa nýju tækni, „Powertu­ne System,“ á net­inu og í versl­un­um í Þýskalandi síðan í mars, að því er fram kem­ur á vefsíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

Les Paul-gít­ar­inn frá Gi­b­son kem­ur á markaðinn um all­an heim á föstu­dag­inn. Seg­ir Gi­b­son þetta einkum hand­hægt fyr­ir byrj­end­ur, sem eigi oft í erfiðleik­um með still­ing­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert