Á undan tímanum

Eve Online gerist í fjarlægum heimi.
Eve Online gerist í fjarlægum heimi.

„Við leggjum mikla áherslu á grafíkina, sem hefur alltaf verið okkar aðalsmerki. Samtíminn hefur hins vegar náð okkur þannig að nú erum við að fara önnur fimm ár fram í tímann,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP, sem í dag kynnir nýja viðbót við tölvuleikinn EVE Online.

Ekki er um neina smáviðbót að ræða því vinna við hana hefur tekið um það bil tvö ár og að sögn Hilmars gerir hún leikinn miklu flottari en hann hefur verið.

„Næst þegar menn skrá sig inn í leikinn fer ákveðinn hugbúnaður af stað sem nær í viðbótina og hleður henni niður. Við það uppfærist forritið, geimskipin og allt sem er á tölvunni, þannig að menn eru komnir með nýjan EVE,“ segir hann, og bætir því við að stærsta breytingin felist í miklu betri grafík en áður var í leiknum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert