Áætlað er, að rekja megi losun á 47 þúsund tonnum af kolvetni út í andrúmsloftið, til umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú er haldin á Bali í Indónesíu. Eru þá teknar með í reikninginn flugferðir með þátttakendur frá 190 ríkum.
Ráðstefnugestir reyna að leggja sitt að mörkum til að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda með því að nota hjól til að komast á milli staða á Bali frekar en einkabíla og einnig eru notaðar rútur til fólksflutninga.
Ráðstefnan stendur til 14. desember. Þar á að leggja línurnar við undirbúning nýs samkomulags um gróðurhúsaloftregundir, sem á að taka við af Kyoto-bókuninni árið 2012.