Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur frestað því að senda geimferjuna Atlantis út í geim. Til stóð að skjóta henni á loft í dag í leiðangur að alþjóðlegu geimstöðinni en því hefur verið frestað fram yfir áramót.
Samkvæmt fréttavef BBC hafa verið vandræði með nema í eldsneytisgeymi en upphaflega átti Atlantis að fara í loftið á fimmtudaginn var í ellefu daga ferð út í geim.