Rítalín algengara hér en í nágrannalöndunum

Notk­un Rítalíns og skyldra lyfja hef­ur auk­ist mikið á und­an­förn­um árum og er notk­un á Íslandi svipuð því sem ger­ist í Banda­ríkj­un­um en notk­un þess í öðrum Evr­ópu­lönd­um er enn sem komið er minni en hér á landi. Þetta kem­ur fram í grein í nýj­asta hefti Lækna­blaðsins.

Um er að ræða fræðigrein um notk­un met­hylp­heni­dats (Rítalíns og skyldra lyfja) meðal barna á Íslandi 1989-2006 sem er birt í nýj­asta hefti Lækna­blaðsins.  Grein­in er eft­ir Helgu Zoëga, verk­efn­is­stjóra hjá Land­læknisembætt­inu, Gísla Bald­urs­son, sér­fræðing á BUGL, og Matth­ías Hall­dórs­son aðstoðarland­lækni um notk­un met­hylp­heni­dats meðal barna á Íslandi 1989-2006, greint eft­ir kyni, aldri og bú­setu sjúk­lings, verk­un­ar­tíma lyfs og sér­grein lækn­is sem ávísaði lyf­inu.

Fram kem­ur í rann­sókn­inni að hér á landi hef­ur hægt mjög á aukn­ingu á fjölda þeirra ein­stak­linga sem nota lyfið á und­an­förn­um árum. Einnig að notk­un ritalíns minnk­ar á kostnað lang­virk­andi lyfja, sem hafa þann kost að barn þarf ekki að taka inn lyfið á skóla­tíma. Einnig hafa þau þann kost að vera síður mis­notuð af fíkl­um, þótt sú mis­notk­un sé vissu­lega fyr­ir hendi.

Börn­um með ADHD er hætt­ara en öðrum börn­um við að lenda í ým­iss kon­ar vand­ræðum síðar á æv­inni, þ.á.m. í lyfjam­is­notk­un. Hins veg­ar benda eng­ar rann­sókn­ir til þess að börn­um sem meðhöndluð hafa verið með þess­um lyfj­um sé hætt­ara við lyfjam­is­notk­un en öðrum börn­um, held­ur þvert á móti.

Lands­hluta­skipt al­gengi met­hylp­heni­dats notk­un­ar meðal barna á ís­landi kom nokkuð á óvart, að því er seg­ir á vef land­læknisembætt­is­ins. Þannig er mest notk­un met­hylp­heni­dats meðal drengja á Suður­nesj­um, þrátt fyr­ir öfl­uga sál­fræðimeðferð og for­varn­astarf á því svæði. Hugs­an­leg skýr­ing er sú að heil­brigðis­starfs­fólk þar geri sér bet­ur grein fyr­ir vand­an­um en ger­ist ann­ars staðar á land­inu, að því er seg­ir á vef land­læknisembætt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert