Hlutfall ruslpósts komið í 95% af öllum tölvupósti

Rusltölvupóstur er sívaxandi vandamál á netinu.
Rusltölvupóstur er sívaxandi vandamál á netinu. mbl.is/Jim Smart

Næst­um 95% alls tölvu­pósts sem send­ur hef­ur verið í heim­in­um á ár­inu 2007 var rusl­póst­ur, að því er Barracuda Networks Inc. full­yrðir en fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í ör­yggi á net­inu. Þegar rætt er um rusl­póst er m.a. átt við aug­lýs­ing­ar sem ber­ast mönn­um án þess að þeir hafi óskað eft­ir.

Fyr­ir þrem­ur árum voru sett lög í Banda­ríkj­un­um sem setja höml­ur við send­ingu skila­boða sem eng­inn hef­ur beðið um og fólst í lög­un­um heim­ild til að sekta þá sem senda rusl­póst. En um­fang rusl­póst­send­inga hef­ur engu að síður auk­ist til muna á þess­um þrem­ur árum því að áætlað var árið 2004 að hlut­fall rusl­pósts væri „aðeins“ 70%.

„Bar­átt­an við rusl­póst­inn er viðvar­andi slag­ur milli þeirra sem vilja senda slík skila­boð og þeirra fyr­ir­tækja sem sér­hæfa sig í gerð ör­ygg­is­for­rita sem vernda tölv­ur gegn rusl­pósti,“ seg­ir Dean Dra­ko, for­stjóri Barracuda.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert