Jón ætlar í mál við Microsoft

Jón S. von Tetzchner ætlar í slag við Microsoft.
Jón S. von Tetzchner ætlar í slag við Microsoft. mbl.is/Þorkell

Jón von Tetzchner og tölvufyrirtæki hans í Noregi sem framleiðir Opera netvafrann fyrir bæði einkatölvur og farsíma ætla í mál við bandaríska hugbúnaðarframleiðandann Microsoft. Jón segir í fréttatilkynningu að hann muni ekki unna sér hvíldar  fyrr en neytendur um heim allan geti valið sér vafra af eigin vali.

Opera Software hefur framleitt vafra sem hefur hlotið lof og góða gagnrýni en þrátt fyrir það nota 80% allra sem vafra á netinu Internet Explorer frá Microsoft.

Jón segir að Microsoft brjóti gegn einokunarlögum með því að selja tölvur sínar eingöngu búnar Internet Explorer.

Nú í haust dæmdi Evrópudómstóllinn Microsoft til að greiða sekt upp á 45 milljarða króna vegna  brota á samkeppnislögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert