Vísindamenn í Suður-Kóreu segja að þeim hafi tekist að einrækta ketti með þeim hæfileika að þeir glóa. Segjast þeir hafa gert þetta með flúorljómandi próteini.
Vísindamennirnir starfa á deild innan Gyeongsang háskólans sem sérhæfir sig í einræktun dýra. Hafa þeir einræktað tvo tyrkneska angóruketti með þessum eiginleikum í ár, samkvæmt frétt Reuters.