Hafna loftslagsbreytingum af mannavöldum

Lít­ill hóp­ur banda­rískra vís­inda­manna held­ur fast við að þvert á það sem mik­ill meiri­hluti vís­inda­manna haldi fram sé ekki óyggj­andi að hlýn­un í and­rúms­lofti jarðar sé af manna­völd­um. Tel­ur þessi hóp­ur að hlýn­un­in sé nátt­úru­legt fyr­ir­bæri, og benda vís­inda­menn­irn­ir á mikið af gögn­um máli sínu til stuðnings.

Um miðjan síðasta mánuð birti Vís­inda­nefnd Sam­einuðu þjóðanna (IPCC) skýrslu þar sem sagði að vís­bend­ing­ar um þátt manna í hlýn­un­inni væru nú óvé­fengj­an­leg­ar.

En hóp­ur vís­inda­manna í Banda­ríkj­un­um er ósam­mála þessu og hef­ur ritað grein um af­stöðu sína, sem birt­ist í The In­ternati­onal Journal of Climatology, sem Kon­ung­lega breska veður­fræðifé­lagið gef­ur út.

„At­hug­an­ir á hlýn­un­ar­mynstr­inu og sam­an­b­urður á þróun hita­stigs á yf­ir­borðinu og í and­rúms­loft­inu leiða ekki í ljós þau ein­kenni sem tengja má við gróður­húsa­áhrif,“ seg­ir aðal­höf­und­ur grein­ar­inn­ar, Dav­id Douglas, sér­fræðing­ur í and­rúms­lofts­rann­sókn­um við Há­skól­ann í Rochester.

„Niðurstaðan er óhjá­kvæmi­lega sú, að mann­gerð áhrif séu ekki þung­væg, og að sú aukn­ing kolt­ví­sýr­ings og annarra gróður­húsaloft­teg­unda, sem at­hug­an­ir hafa leitt í ljós, ráði í raun litlu um hlýn­un and­rúms­lofts­ins,“ seg­ir Douglas.

Vís­inda­menn­irn­ir benda enn­frem­ur á gögn sem safnað hef­ur verið með gerfi­tungl­um máli sínu til stuðnings.

Einn höf­unda grein­ar­inn­ar, Fred Sin­ger, lofts­lags­fræðing­ur við Há­skól­ann í Virg­in­íu, seg­ir að hlýn­un­in nú sé „ein­fald­lega hluti af nátt­úru­legri hringrás hlýn­un­ar og kóln­un­ar sem sést hef­ur í ís­bor­kjörn­um, djúp­sjáv­ar­botn­lög­um og dropa­stein­um ... og birst hef­ur í hundruðum greina í jafn­ingja­dæmd­um vís­inda­rit­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert