Konur drekka hættulega mikið

Sænskar konur á miðjum aldri drekka of mikið.
Sænskar konur á miðjum aldri drekka of mikið. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Ein af hverjum tíu sænskum konum á sextugsaldri drekka meira en hollt þykir. Sjö þúsund sænskar konur á sextugsaldri tóku þátt í könnun um heilbrigðismál með sérstakri áherslu á áfengisneyslu og geðheilsu þeirra. 

Tíunda hver kona sem tók þátt í könnuninni fer yfir hættumörk í áfengisdrykkju og jafnvel svokölluð fyllerísdrykkja er almenn meðal þessa aldurshóps kvenna.

Vel stæðar konur og hærra settar konur í þjóðfélaginu drekka meira en aðrar. Þetta kemur fram í Svenska Dagbladet í dag.

Á heildina litið drekka sænskir karlar meira en konur og yngri menn drekka meira en þeir sem eldri eru en eldri konur eru sá þjóðfélagshópur sem hefur aukið drykkjuna hvað mest frá miðri síðustu öld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert