Á flugvöllinn í fjarstýrðu hylki

Fjarstýrð farþegahylki sem minna kannski helst á brauðrist verða notuð til að flytja flugfarþega frá langtímabílastæði að nýju flugstöðinni á Heathrow-flugvelli við London, sem opnuð verður á næsta ári. Hylkin eru rafknúin og flytur hvert um sig fjóra farþega og farangur þeirra.

Hylking ganga eftir braut og verða væntanlega fleiri byggðar ef þau fyrstu gefa góða raun. Sjá menn jafnvel fyrir sér að þessi flutningsmáti kunni að nýtast víðar en á flugvöllum í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert