Gríðarstórt svarthol sendir frá sér segulmagnaða geisla og beinir strók af ögnum og geislum á nálæga stjörnuþoku, segja bandarískir stjörnufræðingar. Geislinn getur afmáð allt sem í vegi hans er.
Talið er að tvær stjörnuþokur séu að rekast á en stjörnufræðingar hafa sjaldan séð jafnmikinn ofsa á vetrarbrautum. Að mati stjörnufræðinga er mjög líklegt að plánetukerfi sé í þessum stjörnuþokum.
Atburðarás þessi á sér stað tíu billjónir kílómetra frá jörðu, þannig að jörðin er áreiðanlega örugg frá eyðileggingaraflinu sem getur myndast við þessar aðstæður.