Gríðarstórt svarthol sendir frá sér geisla

00:00
00:00

Gríðar­stórt svart­hol send­ir frá sér seg­ul­magnaða geisla og bein­ir strók af ögn­um og geisl­um á ná­læga stjörnuþoku, segja banda­rísk­ir stjörnu­fræðing­ar.  Geisl­inn get­ur afmáð allt sem í vegi hans er.

Talið er að tvær stjörnuþokur séu að rek­ast á en stjörnu­fræðing­ar hafa sjald­an séð jafn­mik­inn ofsa á vetr­ar­braut­um.  Að mati stjörnu­fræðinga er mjög lík­legt að plán­etu­kerfi sé í þess­um stjörnuþokum. 

At­b­urðarás þessi á sér stað tíu bill­jón­ir kíló­metra frá jörðu, þannig að jörðin er áreiðan­lega ör­ugg frá eyðilegg­ing­arafl­inu sem get­ur mynd­ast við þess­ar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert