Fleiri eiturefni í kannabisreyk en tóbaksreyk

Reykur frá kannabisvindlingi inniheldur mikið af eiturefnum.
Reykur frá kannabisvindlingi inniheldur mikið af eiturefnum. mbl.is

Rannsóknir sýna að fleiri skaðleg og krabbameinsvaldandi eiturefni eru í kannabisreyk en tóbaksreyk.  

Sagt er frá því á vísindavef Guardian að fyrri rannsóknir hafi sýnt að notendur kannabisefna eru líklegri til þess að fá lungnaskemmdir en tóbaksreykingamenn.   

Kanadískir vísindamenn höfðu lista yfir 4000 eiturefni sem tengjast sígarettureyk en rannsökuðu kannabisreyk þar sem sambærilegur listi yfir skaðsemi kannabisreyks var ekki til.   

Þeir settu upp vélar sem „reyktu” plöntuna og við greiningu á eiturefnum fundu þeir tuttugu sinnum meira ammoníak, og fimm sinnum meira af vetnisblásýru og nituroxíði í kannabisreyknum. 

Þessi efni hafa skaðleg áhrif á blóðrásina og ónæmiskerfið, en í miklu magni getur ammoníak valdið astma.  Kannabisreykurinn innihélt hærra magn nær allra eiturefna fyrir utan efnasambönd í tóbaksreyk sem tengd hafa verið við ófrjósemi. 

Vísindamenn segja kannabisreyk vera hættulegri en tóbaksreyk þar sem honum er andað dýpra inn í lungun og haldið þar lengur en tóbaksreyk. 

Hins vegar var það tekið fram að meðal reykingamaður reykir mun fleiri sígarettur en notandi kannabisjóna. 

Sagt er frá rannsókninni í tímaritinu New Scientist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert