2009 verður ár stjörnufræðinnar

Stjörnuathuganir verða í brennidepli 2009.
Stjörnuathuganir verða í brennidepli 2009. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árið 2009 verður alþjóðlegt ár stjörnu­fræðinn­ar sam­kvæmt til­lögu sem Ítal­ía heima­land Galí­leós Galí­leís sem samþykkt var á als­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna í gær.

Í til­kynn­ingu frá Ein­ari H. Guðmunds­syni, for­manni ís­lensku lands­nefnd­ar­inn­ar, sem und­ir­býr IYA2009 (e.In­ternati­onal Year of Astronomy 2009), seg­ir að með alþjóðlegu ári stjörnu­fræðinn­ar verði haldið upp á einn mik­il­væg­asta at­b­urð í sögu raun­vís­inda, þegar Galí­leó beitti sjón­auka fyrst­ur manna til rann­sókna í stjörnu­fræði.

Stjörnukík­ir­inn verður 400 ára

Það var upp­hafið að 400 ára sögu stór­kost­legra upp­götv­ana í stjörnu­fræði og at­b­urður­inn kom af stað vís­inda­bylt­ingu sem hafði djúp­stæð áhrif á hug­mynd­ir manna um al­heim­inn.

Í dag er sjón­auk­um í geimn­um og á jörðu niðri beitt all­an sól­ar­hring­inn til rann­sókna á al­heimi á öll­um sviðum geisl­un­ar. For­seti Alþjóðasam­bands stjarn­vís­inda­manna, Cat­her­ine Ces­ar­sky, full­yrðir að „Alþjóðlegt ár stjörnu­fræðinn­ar 2009 veiti öll­um þjóðum heims tæki­færi til að taka þátt í þeirri öru þróun vís­inda og tækni sem nú á sér stað."

Alþjóðaárið IYA2009 er friðsam­leg sam­vinna þjóða þar sem leitað er svara við spurn­ing­unni um ræt­ur okk­ar og upp­haf í al­heimi, sam­eig­in­lega arf­leið allra jarðarbúa.

Ein­ar H. Guðmunds­son pró­fess­or í stjar­neðlis­fræði við Há­skóla Íslands er formaður ís­lensku IYA2009 lands­nefn­ar­inn­ar og teng­ill henn­ar við alþjóðasam­bandið.

Stjörnu­vís­indi á Íslandi

Hann seg­ir af þessu til­efni: „Hér á landi verður haldið upp á Alþjóðlegt ár stjörnu­fræðinn­ar 2009 með marg­vís­leg­um hætti. Meðal ann­ars er fyr­ir­hugað að bjóða al­menn­ingi að hlýða á fyr­ir­lestra um það sem efst er á baugi í stjarn­vís­ind­um nú­tím­ans.

Mönn­um mun einnig gef­ast kost­ur á fræðslu um stjörnu­sjón­auka og þátt­töku í stjörnu­teit­um þar sem stjörnu­him­inn­inn verður skoðaður. Þá er verið að vinna úr hug­mynd­um um sam­vinnu stjarn­vís­inda­manna og stjörnu­áhuga­manna við kenn­ara og nem­end­ur í skól­um lands­ins.

Einnig er ætl­un­in að fræða lands­menn um sögu stjarn­vís­inda á Íslandi. Það er mikið ánægju­efni að Ísland skuli hafa stutt þessa til­lögu á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna og þannig tekið und­ir það viðhorf að raun­vís­indi séu einn af horn­stein­um nú­tíma sam­fé­lags."

Stjörnuáhugamenn við störf.
Stjörnu­áhuga­menn við störf. mbl.is/ Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert