4,5 milljarða ára gamall loftsteinn í Perú

Loftsteinn sem hrapaði niður í Perú er talinn vera 4,5 milljarða ára gamall. 

Hrapið átti sér stað fyrir 4 mánuðum á afskekktu svæði í Andes-fjöllum Perú, nálægt landamærum Bólivíu. 

Heimafólk hópaðist að gíg sem myndaðist vegna loftsteinsins en gígurinn er 20 metrar á breidd og 7 metrar á dýpt.  Margir heimamenn veiktust eftir að anda að sér gufum sem fylgdu hrapi loftsteinsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka