4,5 milljarða ára gamall loftsteinn í Perú

00:00
00:00

Loft­steinn sem hrapaði niður í Perú er tal­inn vera 4,5 millj­arða ára gam­all. 

Hrapið átti sér stað fyr­ir 4 mánuðum á af­skekktu svæði í And­es-fjöll­um Perú, ná­lægt landa­mær­um Bóli­víu. 

Heima­fólk hópaðist að gíg sem myndaðist vegna loft­steins­ins en gíg­ur­inn er 20 metr­ar á breidd og 7 metr­ar á dýpt.  Marg­ir heima­menn veikt­ust eft­ir að anda að sér guf­um sem fylgdu hrapi loft­steins­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert