Gefðu eina, fáðu eina

100 dala fartölvan svokallaða, sem hönnuð var til að auka menntun barna í fátækum ríkjum er loks á leið á markað. Tölvan hefur þegar verið reynd í Brasilíu, Indlandi Nígeríu er nú komin í almenna sölu þar sem hver sem er geta greitt fyrir tvær, gefið eina og eignast eina. 

Á ýmsu hefur gengið við þróun og framleiðslu tölvunnar, en endanleg útgáfa kostar 200 dali í stað 100 eins og upphaflega var ætlunin. Vonast er til að með tímanum og aukinni framleiðslu takist að lækka þann kostnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert