Sæbjúgu gætu reynst gagnleg gegnmalaríu en furðudýr þessi gefa frá sér prótín sem stöðva vöxt frumsníkjudýranna sem valda malaríu. Alþjóðlegt teymi vísindamanna hefur nú erfðabreytt moskítóflugum sem bera frumdýrið á milli og látið þær framleiða prótínið.
Með því að láta moskítóflugur framleiða prótínið, sem ber nafnið lektín, er vonast til að hægt verði að stöðva útbreiðslu sjúkdómsins. 500 milljónir manna smitast af honum á ári hverju og ein milljón manna lætur lífið af völdum hans.