Umönnun fyrstu tvö árin hefur bein áhrif á vitsmunaþroska

Hversu vel er hugsað um börn fyrstu tvö ævi­ár­in hef­ur bein áhrif á þroska heil­ans og þar með á vits­muni barns­ins síðar á æv­inni, sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar sem gerð var á börn­um á munaðarleys­ingja­heim­il­um í Rúm­en­íu.

Vís­inda­menn við þrjá banda­ríska há­skóla gerðu rann­sókn­ina, að því er frétta­vef­ur­inn Live Science grein­ir frá. Þeir komust að því, að munaðarlaus börn sem tek­in voru í fóst­ur mjög ung höfðu mark­tækt hærri greind­ar­vísi­tölu en þau sem fóru til fóst­ur­fjöl­skyldu eft­ir að þau voru orðin tveggja ára.

„Niður­stöður okk­ar benda til þess, að á fyrstu tveim ár­un­um hafi það sem fyr­ir börn­in ber sér­stak­lega mik­il áhrif á mót­un vits­munaþroska þeirra,“ sagði Char­les Ze­anah, pró­fess­or í barna­geðlækn­is­fræði við lækna­deild Tula­ne-há­skóla, og aðal­höf­und­ur rann­sókn­ar­inn­ar. „Þessi rann­sókn renn­ir frek­ari stoðum und­ir sí­vax­andi vís­bend­ing­ar um mik­il­vægi sam­skipta snemma á æv­inni.“

Greint er frá niður­stöðum nýju rann­sókn­ar­inn­ar í vís­inda­tíma­rit­inu Science 21. des­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert