Umönnun fyrstu tvö árin hefur bein áhrif á vitsmunaþroska

Hversu vel er hugsað um börn fyrstu tvö æviárin hefur bein áhrif á þroska heilans og þar með á vitsmuni barnsins síðar á ævinni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var á börnum á munaðarleysingjaheimilum í Rúmeníu.

Vísindamenn við þrjá bandaríska háskóla gerðu rannsóknina, að því er fréttavefurinn Live Science greinir frá. Þeir komust að því, að munaðarlaus börn sem tekin voru í fóstur mjög ung höfðu marktækt hærri greindarvísitölu en þau sem fóru til fósturfjölskyldu eftir að þau voru orðin tveggja ára.

„Niðurstöður okkar benda til þess, að á fyrstu tveim árunum hafi það sem fyrir börnin ber sérstaklega mikil áhrif á mótun vitsmunaþroska þeirra,“ sagði Charles Zeanah, prófessor í barnageðlæknisfræði við læknadeild Tulane-háskóla, og aðalhöfundur rannsóknarinnar. „Þessi rannsókn rennir frekari stoðum undir sívaxandi vísbendingar um mikilvægi samskipta snemma á ævinni.“

Greint er frá niðurstöðum nýju rannsóknarinnar í vísindatímaritinu Science 21. desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka