Ofurlest á 500 km hraða

Japanskar háhraðalestar fara með allt að 250 km hraða.
Japanskar háhraðalestar fara með allt að 250 km hraða.

Jap­anskt fyr­ir­tæki hyggst hanna hraðskreiðustu lest heims inn­an næstu tveggja ára­tuga, há­tækni­lest sem flýt­ur ofan á seg­ul­sviði og nær allt að 500 km hraða.

Áætlað er að hönn­un og smíði lest­ar­inn­ar muni kosta sem svar­ar 2.870 millj­örðum ís­lenskra króna.

Á lest­in að ganga á milli Tókýó og miðhluta Jap­ans. Með þess­um hraða myndi taka inn­an við klukku­tíma að ferðast frá Reykja­vík til Ak­ur­eyr­ar, svo dæmi sé tekið. Aðeins ein lest í heim­in­um nýt­ir sér þá tækni sem Jap­an­ar ætla að þróa frek­ar. Ræðir þar um lest­ina sem geng­ur frá Pudong-flug­velli í Shang­hai til fjár­mála­hverf­is borg­ar­inn­ar. Kemst sú upp í 430 km hraða.

Ljóst er að há­hraðal­est­um í Kína mun fjölga veru­lega, en greint var frá því að um tíu slík­ar lest­ir yrðu tekn­ar í notk­un á leiðinni frá Beij­ing til Tianj­in fyr­ir sum­arólymp­íu­leik­ana í fyrr­nefndu borg­inni í ág­úst 2008. Er nú rætt um allt að 60 nýj­ar há­hraðal­est­ir í Kína.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert