Í árslokakönnun Gallup um atvinnuöryggi sem gerð var í 61 landi víðsvegar um heiminn kemur fram að 83% Íslendinga segjast búa við atvinnuöryggi.
Í könnuninni voru þátttakendur spurðir hvort þeir byggju við atvinnuöryggi eða hvort hætta væri á að þeir misstu vinnuna.
Norðmenn eru öruggastir um sinn hag, en 85% þeira segjast búa við atvinnuöryggi, Danir fylgja fast á hæla Norðmanna, en 84% Dana telja sig búa við atvinnuöryggi, næstir koma Svíar með sömu prósentutölu og Malasíubúar en Íslendingar eru í fimmta sæti.
Í Kamerún er atvinnuöryggið minnst samkvæmt könnuninni, þar segjast 51% telja hættu á að þeir missi vinnunar, 47% Serba óttast um atvinnuöryggi sitt, 44% Kósóva og 44% Panamabúa.
Íslendingar telja sig hins vegar öruggasta um að finna nýtt starf ef þeir missa vinnuna, 79% Íslendinga sögðust vissir um að finna fljótlega nýtt starf ef þeir misstu vinnuna. 72% Ástrala voru jafn bjartsýn, 72% Ný-Sjálendinga og 70% Dana.
Egyptar eru svartsýnastir á að finna nýtt starf en 70% þeirra segjast telja að það myndi taka langan tíma að finna nýtt starf. 64% svöruðu þvi sama í Paragvæ, 62% í Kanía og 62% i Írak.