Intel hættir við þróunarverkefni

Michael Glos viðskipta og tæknimálaráðherra Þýskalands tók við OLPC tölvu …
Michael Glos viðskipta og tæknimálaráðherra Þýskalands tók við OLPC tölvu í sumar. Reuters

Intel hefur dregið sig út úr þróunarverkefni sem miðar að því að tölvuvæða börn í þróunarlöndum með ódýrum fartölvum. Samkvæmt Intel er ástæðan fyrir því að fyrirtækið hefur hætt bæði tæknilegri og fjárhagslegri aðstoð við OLPC (e. One Laptop Per Child) verkefnið er hugmyndafræðilegur ágreiningur.

OLPC miðast að því að efla menntun meðal fátækustu þjóða heims með sérhönnuðum fartölvum sem áætlað er að kosti ekki meira en 100 Bandaríkjadali eða ríflega 6 þúsund íslenskar krónur.

Samkvæmt fréttavef BBC fór OLPC fram á það að Intel hætti að framleiða og markaðssetja sína eigin útgáfu af einföldum og harðgerðum fartölvum sem hafa verið settar í sölu á sömu svæðum og OLPC og nefnist Classmate.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert