Gates: Tölvunotkun mun breytast

Bill Gates.
Bill Gates. AP

Stjórnarformaður og stofnandi Microsoft, Bill Gates, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að mikil breyting verði á tölvunotkun fólks á næstu fimm árum. Hann spáir því að lyklaborðið og músin muni smátt og smátt víkja til hiðar fyrir náttúrulegri tækni sem er auðveld í notkun.

Gates segir að snerting, sjón og tal muni fá aukið vægi á næstu árum. Þetta sagði Gates sem sat fyrir svörum lesenda fréttavefjar BBC.

„Þessi hugmynd, sem ég vil kalla náttúrlegt viðmót, er í raun að móta upplifunina upp á nýtt,“ sagði hann.

„Við erum að bæta við möguleikanum á því að snerta og stýra með beinum hætti, þá erum við að bæta við sjónrænum eiginleikum svo tölvan geti séð hvað þú ert að gera. Við erum að bæta pennanum og talinu við,“ sagði Gates.

Er Gates ræddi við lesendur BBC sýndi hann Microsoft Surface tölvuna, sem er eins og stórt borð sem er með snertiviðmóti.

„Ég ætla að vera hugrakkur og spá því að eftir fimm árum muni tugir milljóna einstaklinga sitja og skoða myndir, tónlist og skipuleggja líf sitt með því að nota snertiviðmót sem þetta,“ sagði Gates.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert