Gates: Tölvunotkun mun breytast

Bill Gates.
Bill Gates. AP

Stjórn­ar­formaður og stofn­andi Microsoft, Bill Gates, seg­ir í sam­tali við breska rík­is­út­varpið að mik­il breyt­ing verði á tölvu­notk­un fólks á næstu fimm árum. Hann spá­ir því að lykla­borðið og mús­in muni smátt og smátt víkja til hiðar fyr­ir nátt­úru­legri tækni sem er auðveld í notk­un.

Gates seg­ir að snert­ing, sjón og tal muni fá aukið vægi á næstu árum. Þetta sagði Gates sem sat fyr­ir svör­um les­enda frétta­vefjar BBC.

„Þessi hug­mynd, sem ég vil kalla nátt­úr­legt viðmót, er í raun að móta upp­lif­un­ina upp á nýtt,“ sagði hann.

„Við erum að bæta við mögu­leik­an­um á því að snerta og stýra með bein­um hætti, þá erum við að bæta við sjón­ræn­um eig­in­leik­um svo tölv­an geti séð hvað þú ert að gera. Við erum að bæta penn­an­um og tal­inu við,“ sagði Gates.

Er Gates ræddi við les­end­ur BBC sýndi hann Microsoft Surface tölv­una, sem er eins og stórt borð sem er með snertiviðmóti.

„Ég ætla að vera hug­rakk­ur og spá því að eft­ir fimm árum muni tug­ir millj­óna ein­stak­linga sitja og skoða mynd­ir, tónlist og skipu­leggja líf sitt með því að nota snertiviðmót sem þetta,“ sagði Gates.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka