Vísindatímaritið Science Magazine telur að hin fullkomna lausn á því hvernig eigi að spila damm án þess að geta tapað, sé ein af merkustu uppgötvunum síðasta árs.
Yngvi Björnsson, dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, var einn þeirra vísindamanna sem kom að þessari uppgötvun og einn aðalhöfunda greinar um málið sem birtist í Science í sumar.
Spilaaðferðin var að mati Science 10. merkasta uppgötvun síðasta árs. Á meðal merkra uppgötvana í sætunum fyrir ofan eru erfðamengjagreining, tímaflakk og geimgeislar.
Yngvi varð heimsmeistari í gervigreind í sumar ásamt Hilmari Finnssyni, meistaranema í tölvunarfræðum við Háskólann í Reykjavík.