Áfengi í hófi getur verið heilsusamlegt

Áfengisneysla í hófi ásamt reglulegri líkamsrækt gæti minnkað hættu á …
Áfengisneysla í hófi ásamt reglulegri líkamsrækt gæti minnkað hættu á hjartasjúkdómum að mati danskra sérfræðinga. Arnaldur Halldórsson

Áfengisneysla í hófi ásamt heilsusamlegum lífstíl og reglulegri líkamsrækt gæti verið besta uppskriftin af löngu lífi.  Rannsókn á vegum ritsins European Heart Journal gefur til kynna að samsetningin geti minnkað áhættuna á hjartasjúkdómum. 

Sagt er frá því á fréttavef BBC að danskir vísindamenn komust að því að fólk sem stundar líkamsrækt er ólíklegra til þess að fá hjartasjúkóma og áhættan minnkaði ennfremur ef fólkið neytti áfengis í hófi. 

Fylgst var með 12,000 manns af báðum kynjum í 20 ár.  Með rannsókninni kom í ljós að þeir sem drukku aldrei áfengi og stunduðu enga líkamsrækt voru í meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma, eða um 49% meiri en þeir sem neyttu áfengis í hófi, stunduðu líkamsrækt, eða gerðu bæði. 

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar gæti regluleg líkamsrækt og neysla á  minna en sjö glösum af víni á viku, þ.e. miðað við eitt vínglas á dag, minnkað áhættuna á að fá hjartasjúkdóma.  

Rannsóknir hafa áður bent til þess að lítil áfengisneysla geti minnkað áhættuna á hjartasjúkdómum þar sem áfengið eykur magn “góðs” kólesteróls í blóðinu auk þess að það gæti þynnt blóðið. 

Elle Mason frá British Heart Foundation segir að þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarinnar sé varasamt að hvetja til áfengisneyslu.   „Sýnt hefur verið fram á að líkamsrækt er mun betri fyrir hjartað en að neyta áfengis, þar sem of mikil áfengisneysla hefur öfug áhrif og getur hækkað blóðþrýstinginn,” sagði Elle Mason. 

„Rannsóknin bendir til þess að bæði líkamsrækt og neysla áfengis í hófi eru mikilvæg í að minnka áhættu á hjartasjúkdómum,” segir Morton Gronbaek, danskur prófessor sem tók þátt í rannsókninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka