Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sendi SMS í fyrsta sinn á ævinni daginn sem hann yfirgaf Downingstræti 10, en það gekk ekki snurðulaust. Blair sagði farir sínar ekki alveg sléttar af fyrstu kynnum sín af farsímatækninni.
„Á meðan ég bjó í Downingstræti átti ég ekki farsíma. Ég eignaðist síma í fyrsta sinn daginn sem ég fór þaðan,“ sagði Blair, sem lét af embætti forsætisráðherra fyrir hálfu ári.
„Ég sendi SMS til vinar míns, en af því að ég hef ekki mikla tæknikunnáttu hafði ég ekki áttað mig á því að síminn hafði ekki sent kennimark mitt sem sendanda. Ég fékk skeyti til baka: Afsakið, hver ert þú?“