Steve Jobs, framkvæmdastjóri Apple, kynnti nýja, örþunna fartölvu frá fyrirtækinu á MacWorld-ráðstefnunni í San Francisco í dag. Tölvan er 1,9 sm þykk og um leið og hún er opnuð kviknar á henni. Hún er búin 80 gígabæta hörðum disk, en hægt er að stækka hana með 64 GB flash-minni.
Tölvan heitir MacBook Air. Skjárinn er 13,3 tommur og lyklaborðið er í fullri stærð. Hún mun koma á markað eftir hálfan mánuð og á að kosta 1.799 dollara.