Etirvænting eftir nýjungum Apple

Steve Jobs aðalframkvæmdastjóri Apple.
Steve Jobs aðalframkvæmdastjóri Apple. Reuters

Áhugasamir um Apple vörur safnast nú saman í San Francisco fyrir árlega ræðu Steve Jobs forstjóra Apple, en búist er við að hann muni svipta hulunni af nýjungum fyrirtækisins.

Sagt er frá því á fréttavef BBC að efst á óskalista margra sé ofurþunn ferðatölva sem notar leifturminni í staðinn fyrir harðan disk og kvikmyndaleiga á i-Tunes.

Í fyrra kynnti Apple símann iPhone við mikinn fögnuð og búast fæstir við því að Jobs geti toppað það í ár.

Gert er ráð fyrir að Apple selji 10 milljónir iPhone síma fyrir lok 2008.

Steve Jobs mun vonast til þess að byggja á velgengni iPodsins og Mac línunnar efla sölu á vörum eins og Apple TV sem hefur ekki gengið eins vel og aðrar vörur Apple.

Fyrirtækið fór fram úr almennum tölvuiðnaði á síðasta ári og seldi 34% fleiri Mac tölvur en á árinu áður, sem er tvöfalt meira en söluaukning PC tölva sem var 15,5%.

Hægt er að fylgjast með ávarpi Steve Jobs á vef Apple

Íslenskur bloggari á MacWorld

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert