Svissneskir vísindamenn greindu í gær frá rannsóknarniðustöðum sínum þess efnis að flensuveirur geti búið um sig og þrifist á peningaseðlum í rúmar tvær vikur. Þetta kann að leiða til þess að flensufaraldrar standi mun lengur en ella.
Það var svissnesku banki sem bað vísindamenn við Genfarháskóla að gera rannsóknina, segir dagblaðið Le Temps. Á degi hverjum ganga á bilinu 20 til 100 milljónir peningaseðla manna á milli í Sviss.
Vísindamennir settu sýni af flensuveiru á peningaseðla og létu þá standa í stofuhita. Í flestum tilvikum drapst veiran innan fáeinna klukkustunda, en tiltekin sýni, sem höfðu mikla þéttni, þraukuðu í nokkra daga.
Í verstu tilvikunum, þegar veiran var blönduð við slím úr mönnum, gat hún lifað af í tvær og hálfa viku, sagði blaðið.
Vísindamennirnir ætla næst að rannsaka hversu stóran þátt peningaseðlar kunni að eiga í útbreiðslu smits, en einn þeirra ítrekaði við blaðið að meginsmitleiðirnar væru aðrar.