Landkönnuðir frá Perú telja sig hafa fundið forna Inkaborg. Könnuðir hafa lengi leitað að borginni Paititi sem goðsagnir segja hafa verið byggða hofum og húsum úr gulli.
Borgin fannst í nágrenni við sögufrægu borgina Cuzco. Spánverjar höfðu mikið fyrir að leita að borginni þegar komu til Suður-Ameríku en án árangurs.
Virkið sem er fundið er ekki úr gulli en veggir og byggingar eru gerðar úr nákvæmt mótuðum steini . Könnuðirnir sögðust líka hafa fundið
göng, altari, og turna innan borgarinnar.
Fornleifafræðingar þurfa að kanna virkið betur til þess að komast að því hvort þetta er í raun Paititi.