Heimskautaísinn bráðnar hratt

Mörgæsir á Suðurskautslandinu.
Mörgæsir á Suðurskautslandinu. AP

Mælingar, sem bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur gert með aðstoð gervihnatta, sýna ísinn á Suðurskautslandinu bráðnar afar hratt. Á árinu 2006 bráðnuðu 192 milljarðar tonna af ís á svæðinu og bráðnunin færist stöðugt í aukana.

Grein um þessar niðurstöður birtist í tímaritinu Nature Geoscience. Þær benda til þess, að áætlanir vísindamanna, um að yfirborð sjávar muni árið 2100 hafa hækkað um 59 sentimetra, séu allt of varfærnar.

Danska blaðið Politiken hefur eftir Eric Rignot, sem stýrði rannsóknunum, að spár um hækkandi yfirborð sjávar hafi til þessa ekki tekið með í reikninginn að gríðarlegt magn af ís fljóti út í sjóinn. Hann segir, að sjávaryfirborðið kunni að hækka um heila 2,5 metra fram til ársins 2100.

Hann segir að í versta falli gæti bráðnum íss á Grænlandi leitt til þess að sjórinn hækki um metra og Suðurskautslandið gæti lagt annan metra til. Önnur svæði geti leitt til þess að yfirborðið hækki um hálfan metra.

Ísinn á norðurskautssvæðinu hefur aldrei verið minni en í sumar og danskir vísindamenn segja, að innlandsísinn á Grænlandi hafi bráðnað mun hraðar en fyrir áratug. 

Frétt danska blaðsins Politiken

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert