Tilfellum Wii heilkennis fjölgar

Reuters

Sérfræðingar í beinlækningum hafa varað foreldra við því að leika sér of mikið með börnum sínum í Nintendo Wii sjónvarpstölvuleikjum þar sem hætta sé á að þeir fái svonefnt „Nintendo Wii heilkenni” sem lýsir sér í eymslum í öxlum og baki.

 Tilfellum heilkennisins mun hafa fjölgað töluvert frá jólum og segir beinasérfræðingurinn Martin Davies, að svo virðist sem rekja megi það til þess að fólk á miðjum aldri láti undan þrýstingi barna sinna um að leika við þau í slíkum leikjum. Hann segir þó að slíkir leikir geti einnig haft góð áhrif á heilsu fullorðins fólks sú þeir leiknir í hófi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka