Branson kynnir nýja geimflaug

Breski auðjöfurinn Richard Branson kynnti í gær nýja geimflaug sem ætlað er að flytja farþega út í geiminn, og sagði hann að tilraunir með flaugina myndu hefjast á þessu ári. Ætlun Bransons er að hefja farþegageimflug 2010 undir vörumerkinu Virgin Galactic.

Annars vegar er um að ræða móðurflaug sem mun flytja sjálfa geimflaugina út í gufuhvolfið þar sem hún fer af stað. Ljúka á smíði beggja flauganna á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert