ESB íhugar að taka upp frönsk netlög

mbl.is/Júlíus

Í vor ganga í gildi ný lög í Frakklandi um net­notk­un og munu fransk­ir net­not­end­ur eiga á hættu að missa netteng­ing­ar sín­ar ef þeir eru staðnir að því að hlaða niður ólög­legu efni. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins íhug­ar nú að setja á svipuð lög í öllu sam­band­inu.

Frönsk stjórn­völd skrifuðu und­ir samn­inga við net­veit­ur og rétt­inda­hafa í nóv­em­ber sl. og miða lög­in að því að stöðva niður­hal á höf­und­ar­rétt­ar­vörðu efni, einkum tónlist og kvik­mynd­um.

Ætl­un­in er að komið verði á fót sér­stakri stofn­un sem hafa mun eft­ir­lit með net­notk­un þeirra sem til­kynnt hef­ur verið að séu að hlaða niður efni á ólög­leg­an hátt.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur nú til meðferðar til­lögu um að sömu aðferðir verði tekn­ar upp í öllu sam­band­inu.

Frétta­vef­ur danska blaðsins Berl­ingske Tidende hef­ur eft­ir Agnete Sig­urd, lög­fræðingi dönsku neyt­enda­sam­tak­anna að slík úrræði séu ótæk þar sem ekki sé hægt að taka aðgang fólks að tölvu­pósti og mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um sem séu sjálf­sögð mann­rétt­indi, og að slík refs­ing sé í engu sam­ræmi við brot­in sem um ræðir. Þá bend­ir hún á að net­not­end­ur séu oft ekki viss­ir um það hvaða efni megi sækja á netið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert