Njósnagervitungl mun hrapa til jarðar

Stórt bandarískt njósnagervitungl er orðið stjórnlaust eftir að hafa misst afl og gæti lent á jörðinni í lok febrúar eða mars, að sögn bandarískra embættismanna. Gervitunglið gæti innihaldið hættuleg efni og ekki er vitað hvar á jörðinni það kann að lenda.

Talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins segir, að fylgst sé með gervitunglinu. Mörg gervitungl hafi lent á jörðinni á undanförnum áratugum án þess að valda tjóni.

Talsmaðurinn vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlega yrði reynt að sprengja gervitunglið með því að skjóta á það flugskeyti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert