Nokia kaupir Trolltech

Reuters

Finnski farsíma­fram­leiðand­inn Nokia til­kynnti í dag um að hann hyggðist yf­ir­taka norska hug­búnaðarfyr­ir­tækið Troll­tech fyr­ir  844 millj­ón­ir norskra króna, eða rúma tíu millj­arða ís­lenskra króna.

Nokia bauð 16 norsk­ar krón­ur á hlut, eða 60% hærra verð en þegar hluta­bréfa­markaðnum var lokað sl. föstu­dag.

Troll­tech hef­ur sér­hæft sig í viðmóts­hug­búnaði og er hug­búnaður frá fyr­ir­tæk­inu m.a. notaður í Skype, Google Earth og Ado­be Photos­hop Elements.

Í til­kynn­ingu frá Nokia seg­ir að yf­ir­taka geri fyr­ir­tæk­inu kleift að flýta þróun á ýms­um hug­búnaði fyr­ir þráðlaus tæki og einka­tölv­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert