Milljón breyttir iPhone símar

Reuters

Rúmur fjórðungi allra iPhone síma hefur verið breytt svo að þeir virki með öðrum símfyrirtækjum en þeim sem gert hafa samning við Apple, framleiðanda símans. Alls er um að ræða um milljón síma.

Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

27% allra seldra iPhone síma hefur verið aflæst með einhverjum hætti og er þannig hægt að nota símana hjá hvaða símafyrirtækis sem er. Þetta kemur Apple illa þar sem fyrirtækið hefur gert sérsamninga við símfyrirtæki, eitt í hverju landi, um að fá hluta af tekjum farsímafyrirtækja gegn því að veita þeim einkaleyfi á þjónustu við símana.

Þannig er At&T með einkasamning við Apple í Bandaríkjunum, O2 í Bretlandi og T-Mobile í Þýskalandi.

Reiknað er með að Apple muni selja 10 milljónir síma í Bandaríkjunum fyrir árslok, ef reiknað er með því að 30% verði breytt gæti tekjumissir Apple vegna þessa orðið allt að 500 milljónir dala, eða um 33 milljarðar króna.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert