Sæljónum slátrað á Galapagoseyjum

53 sæljón fundust drepin á Galapagoseyjum.
53 sæljón fundust drepin á Galapagoseyjum. ENRIQUE MARCARIAN

Yfirvöld í Ekvador eru að rannsaka slátrun á 53 sæljónum á náttúruverndarsvæði Galapagoseyja.  Talsmaður þjóðgarðsins segir að sæljónin hafa verið barin til dauða en ekki sé vitað um tilefnið.

Dýrin fundust á eyjunni Pinta sem er ein eyja Galapagos eyjaklasans um 1000 kílómetra frá strönd Ekvador í Kyrrahafi. Hræin höfðu verið skilin eftir.

Sæljón eiga ekki náttúrulega óvini á landi og eru vanalega ekki hrædd við menn.

Sæljón eru stundum veidd vegna skinns þeirra, tanna eða kynfæra karldýrsins sem er notað í kínverskum lækningum. 

Árið 2001 drápu veiðiþjófar 35 sæljón og fjarlægðu tennur þeirra og kynfæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert