Sæljónum slátrað á Galapagoseyjum

53 sæljón fundust drepin á Galapagoseyjum.
53 sæljón fundust drepin á Galapagoseyjum. ENRIQUE MARCARIAN

Yf­ir­völd í Ekvador eru að rann­saka slátrun á 53 sæljón­um á nátt­úru­vernd­ar­svæði Galapagos­eyja.  Talsmaður þjóðgarðsins seg­ir að sæljón­in hafa verið bar­in til dauða en ekki sé vitað um til­efnið.

Dýr­in fund­ust á eyj­unni Pinta sem er ein eyja Galapagos eyja­klas­ans um 1000 kíló­metra frá strönd Ekvador í Kyrra­hafi. Hræ­in höfðu verið skil­in eft­ir.

Sæljón eiga ekki nátt­úru­lega óvini á landi og eru vana­lega ekki hrædd við menn.

Sæljón eru stund­um veidd vegna skinns þeirra, tanna eða kyn­færa karldýrs­ins sem er notað í kín­versk­um lækn­ing­um. 

Árið 2001 drápu veiðiþjóf­ar 35 sæljón og fjar­lægðu tenn­ur þeirra og kyn­færi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert