7.000 ára borgarrústir finnast í Egyptalandi

Hópur bandarískra fornleifafræðinga hefur fundið borgarrústir frá upphafi landbúnaðar í Egyptalandi fyrir sjö þúsund árum, að því er egypsk yfirvöld greindu frá í gær. Rústirnar fundust með rafsegulkönnun, en verða væntanlega grafnar upp.

Könnunin leiddi í ljós veggi og vegi svipaða byggingarlagi frá grísk-rómverska tímanum. Einnig eru í rústunum leifar af leirkerjum og undirstöður eldstæða og kornmæla.

Rústirnar eru frá nýsteinöld á árunum 5.200 til 4.500 f.Kr. Þær eru skammt frá stöðuvatni í Fayyum-eyðimerkurvininni, og er talið að þegar búið var í borginni hafi hún staðið á bökkum vatnsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert