Bretar hlera þúsund síma á dag

mbl.is

Símhleranir á Bretlandseyjum eru algengar og heimildir til þeirra víðtækar er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um hleranir í landinu árið 2006.

Ríflega 600 breskar stofnanir geta farið fram á að símtöl séu hleruð. Löggæsluyfirvöld þurfa að láta umsókn um hlerun fara lögformlega leið, en þau hundruð sveitarstjórna sem valdið hafa nýta hleranir fullfrjálslega að sögn skýrsluhöfunda. Sveitarstjórnir hafa hlerað síma fólks sem grunað var um að losa sorp þar sem ekki mátti og að svindla á almannatryggingum.

Ennfremur komust skýrsluhöfundar að því að ríflega 1.000 hleranir af þeim 250.000 sem skoðaðar voru voru gallaðar – jafnvel voru hleraðir símar hjá saklausu fólki vegna stjórnsýslumistaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert