Merkúr kemur á óvart

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur birt nýjar myndir af reikistjörnunni Merkúr, sem er næst sólinni. Segir stofnunin, að myndirnar hafi komið verulega á óvart og leiði í ljós, að Merkúr er alls ekki eins líkur tunglinu okkar og áður var talið.

Mannlaust geimfar, sem nefnt er Messenger, tók myndirnar sem eru alls 1213.  Áður höfðu verið teknar myndir af um 45% af yfirborði reikistjörnunnar en nú hafa um 30% til viðbótar verið kortlögð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert