Nýju ljósi varpað á þróun

mbl.is/Sverrir

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið tvo erfðabreytileika sem hafa áhrif á einn af grunnþáttum þróunar. Að sögn fyrirtækisins hafa þessir breytileikar umtalsverð áhrif á endurröðun erfðamengisins, sem verður þegar egg og sæðisfrumur myndast.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að um grundvöllaruppgötvun sé að ræða í mannerfðafræði sem varpi ljósi á hvernig maðurinn muni halda áfram að þróast.

Í tilkynningu frá ÍE segir, að endurröðunin leiki stórt hlutverk í mannlegum fjölbreytileika sem geri mannkyninu kleift að laga sig að breyttum aðstæðum og þróast. Það veki hins vegar athygli, að erfðabreytileikinn sem auki slembihreyfingar á erfðamengi karlmanna dragi úr slembihreyfingum erfðamengis kvenna og öfugt.

Segir fyrirtækið, að þessi óvenjulegu eiginleikar kunni að gerabreytileikunum kleift að viðhalda tiltekinni spennu, sem sé mikilvæg fyrir þróunina.

Tilkynning Íslenskrar erfðagreiningar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert