Japanar óðir í heilsuræktina

Nýjasta undrið í herbúðum leikjarisans Nintendo, hinn sérstaki tölvuleikur Wii Fit, er aldeilis að gera góða hluti í Japan. Leikurinn kom út þar í landi undir lok ársins en nú þegar hefur leikurinn selst í um 1,3 milljónum eintaka og hann hefur trónað á toppnum yfir mest seldu leikina síðastliðnar fjórar vikur.

Leikurinn samanstendur af mörgum smáleikjum og litlu bretti sem leikmenn standa á og hrista skrokkinn. Brettið skynjar hvar jafnvægispunktur leikmannsins er og stýrir fólk leiknum á þann veg að það hallar sér fram og aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert